Valkyrjur - SR - leik lokið: 4 - 1

LInda Sveinsdóttir í baráttunni.  Ljósmynd Sigurgeir Haraldsson
LInda Sveinsdóttir í baráttunni. Ljósmynd Sigurgeir Haraldsson

Nú stendur yfir seinni viðureign Valkyrja og SR þessa helgina og nú er um að ræða miklu jafnari viðureign en í gær.  Nú þegar 2. lota er hálfnuð er staðan enn 0 - 0 en þó eru Valkyrjur mun meira í sókn, en SR-konur verjast vel.  Töluverð barátta er í báðum liðum og leikurinn er skemmtilegur og miðað við lætin þá hlýtur að fara að draga til tíðinda.

MARK!  Díana Björgvinsdóttir kemur Valkyrjum yfir á 32:08 með aðstoð frá Hrund Thorlacius.... og svo annað mark...

...á 32:58 frá Arndísi Sigurðardóttur og staðan orðin 2 - 0.  SR klórar svo í bakkann og minnkar muninn í 2 - 1 á 36:22 og þannig standa leikar eftir 2. lotu.  Mark SR skoraði Silvía Björgvinsdóttir (lánsleikmaður frá Ynjum)

Nú er þriðja lota hálfnuð og leikurinn enn í járnum - staðan enn 2 - 1 og SR hefur sótt í sig veðrið svo um munar og nú er barist á öllum vígstöðvum.  Næsta víst að það eru spennandi lokamínútur framundan.

 Síðustu fimm mínúturnar í leiknum og leikurinn enn mjög spennandi.

MARK á 55:30, Guðrún Arngrímsdóttir skorar með aðstoð Hrundar Thorlacius. 

MARK á 59:30 og aðeins 30 sek eftir af leiknum.  Guðrún Blöndal skorar eftir baráttu í markteignum.

Leik lokið - lokastaðan 4 - 1.  Þessi leikur var skemmtilegur alla leið í gegn, mikið um að vera og hart barist á báða bóga.  Gríðarlega skemmtilegt að hafa fengið nýtt lið inn í deildina og ekki annað hægt en að taka ofan fyrir SR-konum sem velgdu Íslandsmeisturunum undir uggum á stundum um helgina.

Mörk og stoðsendingar:

Valkyrjur:  Guðrún Blöndal 1/1, Hrund Thorlacius 0/2, Díana Björgvinsdóttir 1/0. Arndís Sigurðardóttir 1/0, Guðrún Arngrímsdóttir 1/0.

SR: Silvía Björgvinsdóttir

 

Brottvísanir:  Valkyrjur 4 og SR 4.

Aðaldómari var Orri Sigmarsson.