Valkyrjur - SR - leik lokið: 10 - 2

Mynd frá leik kvöldsins, Kata Ryan í baráttunni.  Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
Mynd frá leik kvöldsins, Kata Ryan í baráttunni. Myndina tók Sigurgeir Haraldsson
Nú stendur yfir leikur Valkyrja og SR hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Staðan eftir fyrstu lotu er 1 - 1 en það voru gestirnir sem náðu forystunni strax á uppahafsmínútunum þegar lánsleikmaðurinn Silvía Björgvinsdóttir skoraði og opnaði markareikninginn.  Það var svo Sarah Smiley sem jafnaði fyrir Valkyrjurnar um miðbik lotunnar.  Það eru því norðanstúlkur sem eru í aðalhlutverki en það breytir ekki því að Valkyrjur verða að bretta upp ermar og gera eitthvað að viti í næstu lotu.  Þá er önnur lota búin...

og staðan er orðin 3 - 1 Valkyrjum í vil.  Valkyrjur hafa töluvert bætt í og leikurinn fer að mestu fram inni í varnarsvæði SR-kvenna.  Þær hins vegar verjast mjög vel og Margrét á góðan leik í markinu.   Mörkin skoruðu Linda og Díana.  Dómarinn hefur aðeins gefið eina brottvísun í leiknum en hana hlaut Hrund Thorlacius fyrir tæklingu.  Brotin hafa þó verið fleiri, en aðaldómari leiksins Björn Jakobsson er full rólegur á kantinum.

Þá er leiknum lokið.  Valkyrjur hrukku í gang í síðustu lotu og bættu við 7 mörkum gegn einu frá SR.  Lokastaðan 10 - 2.   Mörkin skoruðu Guðrún Blöndal með 3, Hrund með 2, Linda Sveinsdóttir 1 og Kata Ryan 1.   Það var kalt í höllinni í kvöld og það fraus í flautunni hjá Birni dómara.  Frekari tölulegar upplýsingar koma síðar.

 

Mörk og stoðsendingar


Valkyrjur:  Guðrún Blöndal 3/1, Linda Sveinsdóttir 2/1, Hrund Thorlacius 1/2, Díana Björgvinsdóttir 1/1, Sarah Smiley 1/0, Katrín Ryan 1/0, Guðrún Arngríms 1/0, Kristín Jónsdóttir 0/1, Guðrún Viðarsdóttir 0/1, Arndís Sigurðardóttir 0/1.


SR: Diljá Björgvinsdóttir 1/0, Silja Björgvinsdóttir 1/0.


Brottvísanir
Valkyrjur:  6 mín
SR:  2 mín