Undankeppni fyrir Ólympíuleikana fer fram í Reykjavík um helgina

Það er sannkölluð hokkíveisla framundan í höfuðborginni en karlalandsliðið leikur þrjá leiki í undankeppni Ólympíuleikanna á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Mótherjar Íslands að þessu sinni eru Suður-Afríka, Búlgaría og Eistland. Það er frábært tækifæri fyrir hokkíunnendur að sjá landsliðið spila á heimavelli á aðventunni og því skulum við fjölmenna í höllina um helgina og hvetja okkar menn. Aðalþjálfari liðsins er Vladimi Kolek og honum til aðstoðar eru Jamie Dumont frá SA og Emil Alengard frá Fjölni.

Dagskráin er eftirfarandi:

Fimmtudagurinn 14. desember
15:30 Búlgaría - Eistland
19:00 Ísland - Suður Afríka

Föstudagurinn 15. desember
15:30 Eistland - Suður Afríka
19:00 Ísland - Búlgaría

Sunnudagurinn 17. desember
13:30 Suður Afríka - Búlgaría
17:00 Eistland - Ísland

Liðið hefur æft vel fyrir komandi átök og þjálfarnir hafa valið eftirtalda leikmenn í þetta verkefni og við í SA eigum þarna öfluga fulltrúa.

Jakob Jóhannesson
Jóhann Ragnarsson
Gunnar Arason
Halldór Skúlason
Orri Blöndal
Ormur Jónsson
Arnar Kristjánsson
Bjarki Jóhannesson
Birkir Árnason
Andri Mikaelsson
Jóhann Leifsson
Unnar Rúnarsson
Heiðar Gauti Jóhannsson
Uni Blöndal
Gunnlaugur Þorsteinsson
Kári Arnarsson
Úlfar Andrésson
Hilmar Sverrisson
Viggó Hlynsson
Hákon Magnússon
Níels Hafsteinsson

 

Miðar eru seldir á Tix.is og kostar dagspassi kr. 2.500 en einnig er hægt að kaupa passa á alla leikina á kr. 5.000 sem er gjöf en ekki gjald.