U20 tapaði 5 - 1 fyrir Hollandi

Bekkurinn í Tallinn
Bekkurinn í Tallinn

Íslenska U20 landsliðið tapaði í dag fyrir Hollandi með fimm mörkum gegn einu.  Liðið vann góðan 5 - 2 sigur á Belgum í fyrsta leik en tapaði svo 7 - 1 fyrir heimamönnum, Eistum.  Leikurinn á móti Eistum var dálítið sérstakur því Ísland skoraði fyrsta markið en þar var á ferðinni Björn Róbert en þetta varð eina markið í fyrstu lotu.  Menn hafa því verði nokkuð brattir eftir 1.lotu en næstu tvær lotur fóru 4 - 0 og 3 - 0. 

Leikurinn í dag var ekki ósvipaður því fyrsta lota fór 1 - 1 en síðan unnu Hollendingar aðra lotu 1 - 0.  Staðan var því alveg ástættanleg í upphafi 3. lotu 2 - 1 en eitthvað klikkaði í síðustu lotu og lokastaðan 5 - 1. 

Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með keppninni er annars vegar hægt að fylgjast með leikjunum "live" í texta lýsingu á þessari slóð http://www.iihf.com/channels1011/wm20-iia/statistics.html en svo er einnig gaman að fylgjast með dagbók liðslæknisins á heimasíðu ÍHÍ http://www.ihi.is/?webID=1&i=75.