Tími á Bjargi!

Öllum iðkendum listhlaupadeildar 14 ára og eldri (árið gildir) er boðið að mæta, gegn vægu gjaldi, í Body Attack á Bjarg hjá Sólrúnu einkaþjálfara milli 17:30 og 18:30 alla miðvikudaga í vetur. Við hvetjum alla til að notfæra sér þessa tíma, þetta er bæði mjög skemmtilegt og frábær hreyfing! Látið vita af ykkur í afgreiðslu þar sem ykkur verður vísað á réttan stað, munið að láta vita að þið séuð frá listhlaupadeildinni. (Þið borgið fyrir tímana seinna)Um Body Attack! (tekið af bjarg.is) Fyrir þá sem vilja virkilega komast í gott form, hörku puð, mikil brennsla, tími sem færir þig út á ystu nöf. Þetta er tími sem við mælum með fyrir þau sem eru í meðal eða góðu formi. 55 mínútna þoltími með interval æfingum þar sem settar eru saman hörku þol og styrktaræfingar. Drífandi tónlistin gefur rétta andrúmsloftið sem hrífur fólk áfram, hoppandi, sparkandi og hlaupandi þannig að þátttakendur eru stöðugt að ná hámarksafköstum. Þú styrkir hjarta og lungu og bætir þol. Einfaldar æfingar, sviti og stuð. Bjarg er eina líkamsræktin á Norðurlandi sem er með Body Attack tíma í töflunni.