Tilkynning vegna mengunar frá Holuhrauni

Vegna viðvarandi mengunar frá Holuhrauni vill Skautafélag Akureyrar koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri. Foreldrum er gert að taka ákvörðun um hvort þau sendi börn sín til æfinga á þeim dögum sem vart er við mengun á svæðinu. Deildirnar sjálfar munu svo taka ákvörðun um hvort æfingar verða felldar niður ef vart verður við mengun í húsinu sjálfu og birtist þá tilkynning um það hér á heimsíðunni. Á heimasíðu umhverfisstofnunar má finna upplýsingar um loftgæði á hverjum tíma og viðbragðsáætlun.  

Loftræstikerfið í Skautahöllinni blæs að jafnaði ekki inn útilofti nema undir ákveðnum kringumstæðum og loftgæði í húsinu ættu því að vera meiri en þegar vart verður við mengun utandyra. Ef slökkt er á loftræstikerfinu þá fellur hitinn í Skautahöllinni sem er ekki ákjósanlegt fyrir iðkenndur. Fimmtudaginn 30. október var mikil mengun á svæðinu og hluti iðkennda fann fyrir óþægindum. Að þessum degi undanskildum hafa loftgæði verið góð í Skautahöllinni. Ef engar tilkynningar birtast um annað á heimasíðunni þá standa æfingar en foreldrar hafa alltaf lokaorð um það hvort þau sendi börn sín til æfinga.