Til iðkenda 3. hóps!

Á miðvikudaginn sl. fengu iðkendur 3. hóps bréf heim til foreldra/forráðamanna. Þar komu fram ýmsar upplýsingar í sambandi við Sparisjóðsmótið á laugardaginn 28. október. Í bréfinu var farið yfir hverjir væru að keppa og hverjir væru að sýna. Þeir sem keppa á mótinu úr 3. hópi eru: Guðrún Brynjólfsdóttir, Guðbjörg Þóra, Freydís Björk, Sólbjörg Jóna og Halldóra Hlíf. Allir hinir munu sýna listir sínar í fyrra hléi. Þar munu krakkarnir sýna hvað þeir hafa lært það sem af er þessum vetri. Þau eiga að koma í snyrtilegum klæðnaði (má koma í skautakjól). Allir sem munu sýna eiga að mæta kl. 9 í höllina og geta horft á þar til tilkynnt verður að þau eigi að fara niðrí klefa að klæða sig í skautana. Svo bíða börnin í klefanum og þjálfari kemur og nær í þau. Þær sem eru að keppa eiga að mæta kl 8. Þar hitta þær þjálfara sem lætur þær fá allar upplýsingar og hjálpar þeim að hita upp. Einhverjir voru ekki mættir og eru foreldrar/forráðamenn þeirra beðnir um að hringja í Helgu (6996740) ef eitthvað er óljóst!