Þakkir til Samherja - aftur

Ígærkvöldi var fulltrúum skautafélags Akureyrar boðið til samkomu í Flugsafni Íslands.  Boðið var í nafni Samherja hf.  Í þessu boði voru mest áberandi fulltrúar ýmissa íþrótta- og tómstundafélaga á Eyjafjarðasvæðinu.  Samherji hefur ákveðið að styrkja þessi félög aftur eins og þeir gerðu svo rausnarlega í fyrra og í ár hækkuðu þeir upphæðina úr 50 miljónum króna samtals í 60 miljónir.  Hilda Jana Gísladóttir formaður LSA og Ollý formaður HSA veitti viðtöku 2,2 milljónum króna fyrir hönd deildanna tveggja og er það tvöhundruð þúsund krónum hærri upphæð en deildirnar fengu í fyrra - þar að auki fengu meistaraflokkar kvenna og karla í hokkí aukalega styrk til handa sínu starfi ásamt fleiri meistaraflokkum á svæðinu.  Upphæðina sem um ræðir fyrir listhlaupadeildina skal nota til lækkunar á æfingargjöldum og keppniskostnaði iðkenda á grunnskólaaldri. Viljum við þakka Samherja hf. kærlega fyrir þessa mjög svo rausnarlegu gjöf og veglegt framlag til fjölskyldna barna sem æfa skauta.