SR Íslandsmeistarar

Jæja það gekk ekki upp hjá okkur í þetta sinn. Strákarnir töpuðu 3. leiknum í einvíginu við SR í kvöld.

Af þeim fréttum sem undirritaður hefru fengið af leiknum í kvöld vorum við í sömu brottrekstrarvandræðunum í fyrsta leikhluta og við höfum verið í undanförnum leikjum. Þjálfari SA var þar framarlega í flokki því miður og eftir 1. leikhluta var staða 4-0 SR í vil. Í öðrum leikhluta fá svo bæði Jan, og gamall kunningi okkar héðan að norðan, Stefán nokkur Hrafnsson, sturtudóma sem að þeirra mati voru óskiljanlegir. Eftir þetta breytti Denni liðinu og það fór að spila betur hélt jöfnu (2-2) í 2. leihluta og staðan því 6-2 eftir tvær. Í 3. leikhluta lék liðið vel en þurfti að vinna upp mikinn mun. Eins og oft vill verða skapast þá tækifæri fyrir "break-away" og fengu SR 3 slík sem að útlendingar þeirra skora úr og svo eitt ódýrt mark til að kóróna sigurinn. 4-2 í 3. leikhluta eða 10-4 í allt. Við óskum SR til hamingju með titilinn, þegar upp er staðið hafa þeir aðeins tapað einum leik í vetur, fyrir SA að sjálfsögðu.