Skemmtileg jólasýning að baki

Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson
Ljósmynd Ásgrímur Ágústsson

Að þessu sinni var sýningin í minningu Ágústar Ásgrímssonar, eins af stofnendum félagsins.  Allir iðkendur deildarinnar tóku þátt í þessari skemmtilegu sýningu sem var bland af skemmtilegum atriðum, tónlist, ljósum og frábærum sögulestri Vilhjálms Braga Bergmanns.

Fyrir sýninguna var kaffisamsæti í félagsaðstöðu Skautahallarinnar þar sem gamlir skautafélagsmenn og konur auk ættingja Gústa gamla Ásgríms komu saman.   Flestir gestanna urðu eftir og nutu sýningarinnar og það er ánægjulegt frá því að segja að allir voru svona himinlifandi og höfðu orð á því hve miklar framfarir hafa orðið hjá skauturunum á síðustu árum.