Skautar og skóli

Nú í vikunni hófst verkefnið Skautar og skóli sem er samstarfsverkefni grunnskólanna á Akureyri, Skautafélagsins og Akureyrarbæjar.   Tilgangurinn er að kynna skautaíþróttina og hvetja til almennrar hreyfingar. Verkefnið stendur í 4 vikur og mæta 3. og 4. bekkur grunnskólanna 1 klst. í viku í skautahöllina.  Um það bil 50 krakkar eru í hverjum hóp og fær hver og einn skauta og hjálm að láni.

Verkefnið hefur gengið mjög vel það sem af er og hafa krakkarnir verið til fyrirmyndar.

    

Þemadagar í grunnskólunum.

Í tilefni þemadaga í Síðuskóla sl. fimmtudag og föstudag var nemendum í 4. – 10. bekk boðið á skauta.  Alls mættu um 270 krakkar og skemtu sér mjög vel.

Sjá heimasíðu Síðuskóla  http://www.sida.akureyri.is/