Sarah farin í frí - yfirlit um þjálfaramálin

 

Sarah Smiley á von á barni eins og flestir vita og er nú farin í fæðingarorlof. Hún verður því í "pásu" frá hokkíinu í vetur, en á þó væntanlega erfitt með að halda sig alveg frá Skautahöllinni. Hún vill koma á framfæri óskum til allra um gott gengi á þessu tímabili. 

Nýir þjálfarar hafa bæst í hópinn og nú er þjálfarateymi yngri flokkanna í íshokki sem hér segir: 

Aðalþjálfari 7. flokks og byrjendaflokks:
Elise Marie Väljeots
- er að klára sálfræði og uppeldisfræðikjörsvið í MA
- almenn þjálfararéttindi a, b og c frá ÍSÍ
- Learn To Play IIHF þjálfari
- Leikmaður mfl. kvenna #7

 

Aðalþjálfari 5. og 6. flokks: 
Jóhann Már Leifsson
- er að klára íþróttabraut VMA 
- Learn To Play IIHF þjálfari
- leikmaður mfl. karla #10 og landsliðsmaður

 

Aðstoðarþjálfari 6. og 7. flokks:
Matthías Már Stefánsson
- nemandi í 10. bekk Naustaskóla
- Leikmaður 3. flokks #17 











Aðstoðarþjálfari 5. og 6. flokks
Róbert Guðnason
- nemandi í 10. bekk Síðuskóla
- leikmaður 3. flokks og Jötna #25 

Eins og fram kom í frétt hér á heimasíðunni nýlega munu nýju bandarísku hokkíleikmennirnr sem hingað komu á dögunum einnig starfa við þjálfun. Ben DiMarco er þjálfari mfl. kvenna og aðstoðar við þjálfun 4. flokks. Þá hefur hann jafnframt verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðsins í íshokkí. 

Rett Vossler verður þjálfari 3. flokks, markmannaþjálfari og aðstoðar við þjálfun 4. flokks.