SA vs SR kvk 13:0 og SA vs SR 2.fl. 4:13

Tveir leikir voru spilaðir í Skautahöllinni á Akureyri í gær laugardaginn 27. des. Fyrri leikurinn var leikur í meistaraflokki kvenna þar sem Ásynjur tóku á móti SR og að þeim leik loknum áttust við í 2.flokki karla SA og SR. En fyrir leikinn afhenti formaður hokkídeildarinnar Jóhanni Má Leifssyni viðurkenningu og blómvönd en hann var útnefndur Íshokkímaður Ársins hjá Skautafélagi Akureyrar, til hamingju með það Jói (O:

Ásynjur unnu kvennaleikinn með 13 mörkum gegn engu en fyrir hann var staðan sú að;

Ásynjur voru með 17 stig eftir 6 leiki, Björninn með 16 stig eftir 7 leiki, Ynjur með 6 stig eftir 7 leiki og SR án stiga eftir 6 leiki. 

Staðan eftir leikinn er því sú að öll lið hafa leikið 7 leiki og Ásynjur leiða með fjögurra stiga forskoti. 

Tölfræði og markaskorun má skoða hér, og búið er að setja leikinn upp á vimeo.com og það ætti að vera hægt að skoða hann með því að smella hér, fljótlega.

2.flokks leikinn unnu SRingar með 13 mörkum gegn 4 en fyrir þennan leik höfðu öll liðin spilað 6 leiki og SR leiddi með 15 stigum, SA kom þar á eftir með 7 stig og Björninn með 5 stig.

Með sigri í þessum leik hafa SRingar því aukið forskot sitt og eru með 18 stig.

Tölfræði og markaskorun má skoða hér, og búið er að setja leikinn upp á vimeo.com og það ætti að vera hægt að skoða hann með því að smella hér .