SA Víkinga hefja leik í Hertz-deildinni um helgina

SA Víkingar hefja tímabilið í Hertz-deildinni um helgina þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum síðasta tímabils, Skautafélagi Reykjavíkur. Litlar breytingar eru á hóp SA Víkinga frá síðasta tímabili en hefur þó misst þrjá leikmenn en það eru landsliðsleikmennirnir Gunnar Arason, Heiðar Gauta Jóhannsson og Halldór Skúlason sem eru allir farnir til liða í Svíþjóð. En þrátt fyrir þennan missi er hópurinn þéttskipaður með góðri blöndu af gríðarlega sterkum reynsluboltum og enn stærri hóp ungra og efnilegra leikmanna sem hafa verið að gera sig gildandi í deildinni en einnig kemur ný kippa af leikmönnum inn úr unglingastarfinu. Nýr þjálfari er einnig kominn í brúnna en Jamie Dumont mun stýra liðinu í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir hans stjórn.

Leikurinn á laugardag hefst kl. 16:45. Forsala miða er á Stubb en miðaverð er 1500 kr og frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Hópur SA Víkinga:

Ágúst Máni Ágústsson

Alex Máni Ingason

Andri Freyr Sverrisson

Andri Már Mikaelsson

Arnar Helgi Kristjánsson

Aron Gunnar Ingason

Atli Þór Sveinsson

Baltasar Ari Hjálmarsson

Bergþór Bjarmi Ágústsson

Birkir Rafn Einisson

Bjarki Þór Jóhannsson

Bjarmi Kristjánsson

Björn Már Jakobsson

Daníel Snær Ryan

Hafþór Andri Sigrúnarson

Ingvar Þór Jónsson

Jakob Ernfelt Jóhannesson

Jóhann Már Leifsson

Matthías Már Stefánsson

Ormur Karl Jónsson

Orri Blöndal

Pétur Elvar Sigurðsson

Róbert Andri Steingrímsson

Róbert Máni Hafberg

Stefán Darri Guðnason

Uni Steinn Sigurðarson Blöndal

Unnar Hafberg Rúnarsson

Þorleifur Rúnar Sigvaldason