SA stelpur enn ósigraðar

Í gærkvöldi mættust SA og Björninn í kvennaflokki. 

Það er skemmst frá því að segja að SA stelpur höfðu mikla yfirburði og unnu stórsigur 10 – 2.  Stelpurnar fóru af stað af miklum krafti og unnu fyrstu lotuna 6 – 0 en gerðu sér svo lítið fyrir og töpuðu næstu lotu 0 – 1.  Þær hrukku svo aftur í gírinn í síðustu lotunni og unnu hana 4 – 1.

Þetta var öruggur sigur í síðasta leik fyrir jólafrí.  Bjarnarstelpur náðu aldrei almennilegu flugi, en Hanna Rut Heimisdóttir fór fyrir sínu liði og skoraði bæði mörk Bjarnarins.   Vegna forfalla markvarða SA þurfti einn útileikmanna liðsins, Hrund Thorlacius, að taka að sér markvörsluna og þrátt fyrir að hafa aldrei staðið í marki áður fékk hún aðeins á sig tvö mörk sem telja verður frábæran árangur.

SA stelpur eru hins vegar komnar á gott skrið og gott skipulag er á leik þeirra.  Þær geta keyrt á þremur línum og spilið verður betra með hverjum leik og ljóst og Smiley og Denni eru að gera góða hluti með liðið.

Mörk og stoðsendingar: 


SA:  Sólveig Smáradóttir 2/2, Sarah Smiley 3/1, Vigdís Aradóttir 1/2, Jóhanna Sigurbjörg 2/0, Jónína Guðbjartsdóttir 1/0, Hildur Hilmisdóttir 1/0, Rósa Guðjónsdóttir 0/1.

Björninn:  Hanna Rut Heimisdóttir 2/0.