SA-SR 3 - 7

SA og SR áttust við í góðum leik á Akureyri í kvöld.

SA byrjaði betur í kvöld og komust yfir á 4. mínútu er Bobson (#25 Lubomir Bobik) skoraði án stoðsendingar að mati ágæts dómara leiksins. SA var reyndar óheppið að nýta ekki færin betur framan af leiknum en mun meiri kraftur var í SA en SR.  Á áttundu mínútu fær leikmaður SA nr 7, 2 mínútna brottvísun og SR tekst að nýta liðsmunin til að jafna og var Andy Luhovny þar að verki.

Í upphafi 2. leikhluta byrjar SR af krafti og undir pressu brýtur no. 9 Clark McCormick af sér og fær 2 mín. brottvísun fyrir að halda leikmanni. Einum færri gera SA menn sér lítið fyrir og skora sitt annað mark og var það aftur Bobson að verki.

En Powerplay Sr-inga hélt áfram og skömmu eftir að því lauk ber sókn SR-inga árangur, og þeir jafna leikinn 2-2.  Síðan er leikurinn í járnum en á 37 mínútu snýst leikurinn SA í óhag á 30 sekúndna tímabili. Fyrst fær Jón Ingi brottvísun, tíminn 35:55, og fyrsta skot SR-inga frá bláu línunni á powerplayinu fer í kylfu varnarmanns, breytir um stefnu, og beint í bláhornið.  Tími marksins 36:04. Jón Ingi kemur inná en áðeins 26 sekúndum síðar skorar SR annað frekar ódýrt mark úr langskoti.  Staðan orðin 2-4. og þannig lauk 2. leikhluta.

Í þriðja leikhluta byrjaði SA á því að skora aftur manni færri. Aftur er það Bobson sem stingur vörn SR af og setur fallegt mark á annars ágætum markverði SR-inga. Tími marksins 46:59. Skömmu síðar fer Guðmundur Björgvinsson út af fyrir krækju og SA fer á Power play. En í stað sþess að jafna þá stela SR-ingar pekkinum af SA í þeirra eigin sónu og setja 5. markið sitt eftir kæruleysislegan gaufagang SA manna.  Þetta mark gerði eiginlega út um leikinn og tilraunir okkar til að komast aftur inní leikinn voru fálmkenndar. SR-ingar bættu við 2 mörkum bæði eftir varnarmistök hjá okkar mönnum. Þetta var án efa besti leikur vetrarins og sýndu okkar menn að þeir geta vel velgt SR undir uggum.

Leikurinn í tölum: SA-SR 3-7 (1-1)(1-3)(1-3)

SA mörkstoð: #25 Lubomir Bobik 3/0

 SR mörkstoð: #25 Zdnek Prochazka 3/1, #15 Mirek Krivanek 1/3,  Andy Luhovny 1/1, Gauti Þormóðsson 1/1, Þorsteinn Björnsson 1/0.