S.A. vann fyrri leikinn!!!

S.A. var að klára fyrri leikinn 9-6, leikurinn var jafn til að byrja með, en síðan tóku S.A. menn öll völd á vellinum og var sigurinn aldrei í hættu. Eins og oft létu menn þó oft smáatriði fara í taugarnar á sér og uppskar þjálfari S.A. sturtudóm og nokkuð öruggt að eitthvað bann fylgji í kjölfarið á því. Hrólfur í lið bjarnarins tók nett spól og uppskar hann einnig sturtudóm. Þó svo að þessi tvö atriði höfðu sett sinn svip á leikinn, þá spilaðist hann prúðmannlega að hálfu beggja liða. Svo er bara að sjá hvernig seinni leikurinn fer og við vonum það besta. Við hvetjum fólk að rífa sér á lappir og mæta í höllina kl 10:00. ÁFRAM S.A.!!!