Pavol Demitra kemur í heimsókn!

Þær ánægjulegu fréttir bárust i morgun að Pavol Demitra æskufélagi Jans Kobezda þjálfara S.A. ætlar að heimsækja félaga sinn síðar í þessum mánuði og eru líkur á að hann taki eina létta æfingu með S.A.  Ekki þarf að velkjast í vafa um að mjög góð mæting verði á þessa æfingu!

Fyrir þá sem ekki þekkja mikið til í hokkiheiminum þá er Pavol Demitra fæddur og uppalinn í Dubnica (nad Vahom) í Slóvakíu. Hann og Jan tóku sín fyrstu alvöru skref í íshokkí með HK Sparta Dubnica veturinn 91-92. Vorið 1993 var Pavol "draftaður" af Ottawa Senators í NHL deildinni í 9. umferð (227. í röðinni). Pavol gerði síðan garðinn frægann með St Louis Blues í NHL en hann lék með þeim í fjöldamörg keppnistímabil. Pavol er mikill markaskorari og var mest með 93 stig fyrir 36 mörk og 57 stoðsendingar hjá SLB. Síðasta tímabil var hann hjá Dukla Trencin í Slóvakíu en ekkert hefur verið spilað í NHL síðasta vetur eins og kunnugt er.

Hm athugið dagsetninguna á "fréttinni"