Ósigur á útivelli

Ljósm. Sigurgeir Haraldsson
Ljósm. Sigurgeir Haraldsson
Við riðum ekki feitum hesti frá viðureign okkar gegn Birninum í Egilshöllinni í gær en gestjafarnir báru sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 3.  Bjarnarmenn eru í miklu stuði um þessar mundir og hafa nú unnið 4 leiki í röð.  Við fórum ágætlega af stað í gær og fyrsta lota var hröð og skemmtilega þó ekkert mark væri skoðað.  Öll mörk SA komu í 3. lotu en henni lauk 3 - 2 fyrir okkur og því var bjartsýnin ríkjandi fyrir síðustu lotuna.  Þar vorum við hins vegar skotnir í kaf og töpuðum henni 3 - 0 þar sem síðasta markið var "empty netter" á síðustu sekúndunum.

 

Það er ekki nóg að mæta bara í eina lotu í hokkíleik, en það verður ekki af Bjarnarmönnum tekið að þeir spiluðu vel og í síðustu lotunni var ljóst hvort liðið var í líkamlega betra ástandi.  Á meðan Björninn bætti í hægðist verulega mannskapnum okkar megin og tapið óumflýjanlegt.  Þetta var vont kjaftshögg eftir góðan sigur á SR í fyrsta leik ársins og menn því aftur komnir niður á jörðina.  Það er því ljóst að menn þurfa að girða sig í brók og dusta rykið af hlaupaskónum, það styttist óðum í úrslit.

Mörk SA skoruðu Jóhann Leifsson, Sigurður Sigurðsson og Josh Gribben - frekari tölulegar upplýsingar verða settar inn þegar leikskýrsla berst í hús.