Orðsending frá Mammútum

Takk fyrir okkur!
Takk fyrir okkur!
Mammútar vilja þakka öllum þeim sem studdu við liðið með fjárframlagi, þjónustu, afsláttum, hvatningu og með öðrum hætti sem gerði þátttökuna á Evrópumótinu í krullu mögulega. Eftirtaldir fá okkar bestu þakkir:
  • Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA
  • Líkamsræktarstöðin Bjarg
  • Krulludeild SA
  • Pharmarctica
  • Strikið
  • Fóðurverksmiðjan Laxá
  • Vodafone
  • Saga Capital
  • Samherji
  • Akureyrarbær
  • Greifinn
  • Ásprent
  • SS Byggir
  • Norðlenska
  • Rafeyri
  • Gróco
  • Sjóvá
  • Fasteignasalan Hvammur
  • Brynjuís
  • Norðurorka
  • Henson
  • Margt smátt
  • Icefin
  • N4 
  • Fasteignasalan Byggð
  • VÍS
  • Krua Siam
  • Steypusögun Norðurlands
  • Hnýfill
  • Ljósgjafinn
  • Kælismiðjan Frost
  • Blikkrás
  • Þrif og ræstivörur
  • Straumrás
  • Hreint út
  • Gísli Kristinsson
  • Hallgrímur Valsson
  • Félagar í Krulludeild SA
  • Geimstofan
  • Arnar "Addi Rock" Sigurðsson
  • Ásgrímur Ágústsson

Án stuðnings þessara fjölmörgu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga hefði þátttakan á Evrópumótinu ekki verið möguleg. Stuðningur við áframhaldandi þátttöku Íslands í Evrópumótinu er mikilvægur því þrátt fyrir góðan árangur liðsins færist Ísland núna í C-flokk. Keppni í þeim flokki fer væntanlega fram í september 2010 (á sama tíma og "European Mixed Championship") en ekki hefur enn verið ákveðið hvar keppnin fer fram. Tvö efstu liðin í þeirri keppni ávinna sér sæti í B-flokki í desember 2010, þ.e. aðeins þremur mánuðum eftir keppnina í C-flokki. Íslensk lið eiga fulla möguleika á að ná góðum árangri í C-flokki og ávinna sér sæti í B-flokki og þess vegna er áframhaldandi stuðningur við lið héðan jafnvel enn mikilvægari en áður. Tvær ferðir á svona stór mót eru kostnaðarsamar og í þær fer mikill tími.

Tíðindamaður Mammúta hefur sér (og vonandi öðrum) til gamans og glöggvunar tekið saman ýmsa tölfræði úr þátttöku liðsins á Evrópumótinu. Hana er að finna á bloggsíðu liðsins, www.mammothcurling.blogspot.com.