Opnir tímar fyrir iðkenndur

Úr safni (mynd: Ásgrímur Ágústsson)
Úr safni (mynd: Ásgrímur Ágústsson)

Frá og með næstu viku verða í boði opnir tímar fyrir iðkenndur á mánudögum kl 13.00-14.50 og fimmtudögum kl 13.00-15.00 án endurgjalds.

Svellinu verður skipt til helminga fyrir hokkí- og listhlaups iðkenndur með afmörkunum svo pekkir renni ekki á milli helminga. Þessi nýjung gefur iðkenndum okkar frekari tækifæri til þess að koma og æfa sig og fá fleiri ístíma utan við hefðbundna æfingar- og opnunartíma.

Búningsklefar eru ekki opnir til skipta heldur rýmið framan við inngang rétt eins og á hefðbundnum opnunartímum. Búningsklefar verða opnaðir kl 14.30 fyrir þá sem fara á fyrstu æfingar eftir opnu tímana.

Vonandi geta sem flestir nýtt sér þessa viðbót til þess að ná frekari framförum í sinni íþrótt.