Nýliðamót í krullu - allir velkomnir


Nýliðamót Krulludeildar Skautafélags Akureyrar verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 12. október og hefst kl. 18.00. Mæting er kl. 17.30. Þátttökugjald er 500 krónur á mann.

Ekki þarf að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta í Skautahöllina á tilsettum tíma á laugardaginn. Allir eru velkomnir, en fyrir mótið verður farið yfir grundvallaratriðin og tæknin æfð með þeim sem þess óska.

Fyrirkomulag mótsins mun ráðast af þátttöku, en búast má við að mótið taki 2-3 tíma með öllu. Ætlunin er að í hverju liði verði minnst einn leikmaður með reynslu í íþróttinni. 

Þátttakendur geta mætt með fullskipað lið ef þeir vilja, eða mætt sem einstaklingar og fara í pott þegar dregið verður saman í lið.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir vinnustaðinn að senda sameiginlegt lið (jafnvel fleiri en eitt) og skora á samkeppnisfyrirtæki að mæta á svellið til að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll hvor er betri! Af hverju ekki að búa til „bekkjarlið“ og skora á aðra bekki í skólanum að mæta líka?

Komdu ef þú þorir!