Níu frá SA í æfingahópi U-18

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (30.11.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (30.11.2013)


Æfingabúðir U-18 landsliðsins í íshokkí verða í Reykjavík á milli jóla og nýárs. Níu leikmönnum frá SA hefur verið boðið að taka þátt.

Vilhelm Már Bjarnason, þjálfari U-18 landsliðsins, hefur varlið 28 manna hóp sem boðið er til æfinga með liðinu á milli jóla og nýárs, þar af níu núverandi og fyrrverandi SA-leikmönnum. 

SA-mennirnir í hópnum eru Andri Már Ólafsson, Aron Hákonarson, Egill Birgisson, Ingimar Eydal, Matthías Már Stefánsson, Róbert Andri Steingrímsson, Róbert Guðnason og Sigurður Freyr Þorsteinsson, auk Hafþórs Andra Sigrúnarsonar. 

Sjá frétt á vef ÍHÍ. Í fréttinni kemur fram að heimild til að leika á HM sem fram fer í Tallinn í Eistlandi hafi þeir leikmenn sem náð hafa fimmtán ára aldri daginn sem mótið hefst. Einhverjir leikmenn á listanum muni hins vegar ekki ná þeim aldursmörkum, en að venjan sé að bjóða leikmönnum sem á næstu árum muni eiga möguleika á sæti í liðinu.