Næringarfræðingur í heimsókn

Öllum iðkenndum og ekki síður foreldrum í Skautafélaginu er boðið á næringar fyrirlestur hjá Fríðu Rún Þórðardóttur sunnudaginn 7. september kl 15.30 á 4.hæð í Rósenborg, áður Barnaskólinn á Akureyri. 

Fjallað er um grunn þætti næringar er snýr að almennu heilbrigið og góðri líðan. Fjallað er sérstaklega um þá þætti sem mestu máli skipta þegar kemur að næringu íþróttafólks á öllum stigum afreksmennsku. Þar á meðal vökva- og orkuþörf, kolvetni, prótein og fitu og hvar þessi orkuefni er að finna, ávexti og grænmeti, máltíðaskipan, millibita og nestismál.

Fríða Rún Þórðardóttir er starfandi næringarfræðingur og næringarráðgjafi í eldhúsi Landspítala en hún starfar einnig við ráðgjöf hjá World Class í Laugum og hjá ÍSÍ en íþróttanæringarfræði og heilsa í tengslum við hreyfingu er mikið áhugamál. Fríða Rún hefur skrifað mikið um næringu og heilsu aðallega á vefsíðuna www.heilsutorg.com auk þess að skrifa bókina Góð næring, betri árangur í íþróttum og heilsurækt og gefa út ritið Næring Hlaupara – vikan í kringum keppnishlaup, ásamt Steinari Aðalbjörnssyni. hefur einnig starfað mikið við heilsueflingu og fræðslu í fyrirtækjum og hjá íþróttafélögum og hópum auk vinnu við vöruþróun og upplýsingagjöf hjá matvælafyrirtækjum og veitingastöðum.

Látið þetta tækifæri ekki fara forgörðum og mætið tímanlega í Rósenborg á sunnudaginn.