Maraþon og æfingabúðir

Við hjá Listhlaupadeild  Skautafélags Akureyrar í samvinnu við Helgu þjálfara stefnum að því að hafa skautabúðir í lok júlí og 2 vikur í ágúst. Til að ná niður kostnaði þá ætlum við að fara í ýmsa fjáröflun, þar á meðal skautamaraþon. Við héldum fund með foreldrum í Skautahöllinni í kvöld og þar voru málin rædd.

Á fundi í Skautahöllinni kl: 18:00 í dag 2. maí komu nokkrir foreldrar saman og ræddu um fyrirhugaðar skautabúðir í sumar. Helga þjálfari er í sambandi við skautaþjálfara úti í Bretlandi um að koma hér og þjálfa í skautabúðunum. 1 vikan er ráðgerð að Helga sjái um og síðan komi erlendir þjálfarar og verði í 2 vikur. Þessar æfingabúðir eru ætlaðar skauturum í A, B og C keppnisflokkum. Þetta byggist á að þátttaka verði nokkuð góð til að svara kostnaði við æfingabúðirnar. Það verða a.m.k. 2 ístímar, æfingar/þrek og fræðsla í formi fyrirlestra. Við þurfum að fá að vita hverjir vilja taka þátt fyrir 1. júní (helst sem fyrst).

Við ætlum að standa fyrir skautamaraþoni föstudaginn 11. maí frá kl: 16:00 til laugardags 12. maí kl: 16:00. Við ætlum að safna áheitum hjá fyrirtækjum í bænum og fara iðkendur 2 eða 3 í hóp. Þeir velja sér a.m.k. 5 fyrirtæki á hóp til að fara í. Það er verið að útbúa blöð sem farið er með og verða þau tilbúin á laugardaginn 5. maí. Þann dag mun Heiða Hrönn (mamma Urðar í M flokk) vera í Skautahöllinni milli kl: 15:30-18:00 og s´krá niður þau fyrirtæki sem iðkendur velja.

Endilega látið þetta berast til iðkenda í A, B og C keppnisflokkum, ef einhverjir eru ekki með netið. :-)

Allar ábendingar um fjáröflun vel þegnar.

Nánari upplýsingar í síma 693-5120 eftir klukkan 17:00 (Kristín Þöll)