Maraþon, maraþon, maraþon

Þá er að koma að maraþoninu. Maraþonið byrjar fyrir iðkendur LSA klukkan 18.00 laugardaginn 7 maí og lýkur klukkan 17.00 sunnudaginn 8 maí, þjálfarar deildarinnar byrja að skauta klukkan 17.00. Krullan er að klára Ice Cup og þarf tíma til að ganga frá og þess vegna viljum við engöngu fá þjálfara inn á ís klukkan 17.00 og aðrir iðkendur komi ekki í hús fyrr en 17.45. Tímaplan og hópaskiptingar hanga uppi í höllinni og FORELDRAR verða að skrá sig á foreldravaktina, það verða

að lágmarki að vera 2-3 foreldrar á vakt hverju sinni og einnig er gert ráð fyrir að foreldrar skauti frá klukkan 06.00-07.00 á sunnudagsmorguninn.

Það sem stelpurnar þurfa að hafa meðferðis er:

Dýna (eða eitthvað til að sofa á)

Svefnpoka/sæng

Hlý föt, skautaföt og náttföt

Eitthvað til afþreyingar: t.d spil, línuskauta, ipot og fl.

Holt og gott nesti. Orkudrykkir eru ekki leyfðir né sælgæti smá snakk eða eitthvað svoleiðis er í lagi. Við höfum aðgang að ískáp þannig að það þarf að merkja allt sem fer inn í ískápinn, einnig eru til staðar samlokugrill, hraðsuðuketill og örbylgjuofn