Lokaspretturinn hafinn, Víkingar-Björninn í kvöld

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (03.09.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (03.09.2013)


Í kvöld verður tekið fyrsta skrefið í lokasprettinum í deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí þegar Björninn kemur norður og mætir Víkingum. Einu stigi munar á liðunum.

Bæði lið hafa leikið 12 leiki, en eiga eftir að mætast þrisvar á næstu þremur vikum. Björninn hefur 32 stig og Víkingar 31. Tveir af þessum þremur innbyrðis leikjum fara fram hér nyrðra, en einn í Egilshöllinni. Að auki eiga bæði lið eftir að mæta SR einu sinni. Það er því spennandi barátta framundan um deildarmeistaratitilinn og oddaleiksréttinn í úrslitakeppninni. Eins og áhugafólki er kunnugt er löngu öruggt að það verða Víkingar og Björninn sem mætast í úrslitunum.

Leikirnir sem eftir eru hjá okkar liðum í karlaflokki:

Þriðjudagur 18. febrúar kl. 19.30: Víkingar - Björninn
Fimmtudagur 27. febrúar kl. 19.30: Jötnar - Fálkar
Laugardagur 1. mars kl. 16.30: Víkingar - Björninn
Laugardagur 8. mars kl. 17.30: Björninn - Víkingar (Egilshöll)
Þriðjudagur 11. mars kl. 19.30: Víkingar - SR 

Það þarf varla að nefna það að stuðningur áhorfenda skiptir öllu máli í þeim leikjum sem eftir eru og svo auðvitað í úrslitakeppninni.

Fyrir hokkíaðdáendur sem ekki komast á leikinn: Bein útsending á SATV.

Staðan í deildinni (ÍHÍ).