Landsliðshópur LSA á alþjóðlegt mót í Bratislava

Keppendur LSA á Keflavíkurflugvelli
Keppendur LSA á Keflavíkurflugvelli

Í gær lagði landsliðshópur LSA og yngri A keppenda LSA af stað til Bratislava í Slóvakíu en þar munu þær taka þátt í 56th Grand Prix Bratislava 2014 um helgina. Hægt verður að fylgjast með mótinu beint á netinu HÉR Með stelpunum í för er fríður hópur foreldra og fjölskyldumeðlima sem og Iveta þjálfari. Gaman er frá því að segja að hún Kristín Helga mun vera á dómarapanel hjá yngri flokkunum á mótinu og sem æfingadómari hjá eldri flokkunum. Við óskum stelpunum öllum góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim um helgina.

Tímasetningarnar hér að neðan miðast við íslenskan tíma.

Advanced Novice (keppni hefst klukkan 16:00 á laugardag og klukkan 13:00 á sunnudag).

Pálína Höskuldsdóttir skautar stutta prógramið á laugardag (nr. 4 í 3. Upphitunarhóp)og langa prógramið á sunnudag (kemur í ljós eftir að keppni lýkur á laugardaginn hvar hún raðast í upphitunarhóp).

Emilía Rós Ómarsdóttir (advanced novice). Þurfti því miður að draga sig úr keppni vegna bakmeiðsla, en fór með hópnum til að hvetja mannskapinn til dáða.

Pre Novice (keppni hefst klukkan 12:00 á laugardaginn 13. desember)

Marta María Jóhannsdóttir (Nr. 6 í 2. upphitunarhóp)

Aldís Kara Bergsdóttir (Nr. 2 í 4. upphitunarhóp)

Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir (Nr. 5 í 4. upphitunarhóp).

Pre Juvenile girls 8 (keppni hefst klukkan 7:45 laugardaginn 13. des)

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir (Nr. 6 í 3. Upphitunarhóp)

Juvenile girls 10 – keppni hefst klukkan 8:00 sunnudaginn 14. desember

Rebekka Rós Ómarsdóttir (Nr. 1 í 2. Upphitunarhóp)