Kvennaleikurinn á síðasta laugardag

SA stúlkur skelltu sér suður í borg óttans á laugardaginn og kepptu við Bjarnastúlkur um kvöldið kl 18:15. Eftir skemmtilega kynningu sem minnti á kynningar út í heimi byrjaði leikurinn af krafti.

Æstar stelpur hjá báðum liðum drifu uppkastið af það miklum krafti að klukkumenn gátu ekki byrjað leikinn og þurfti Viðar aðaldómari leiksins og róa okkur stelpurnar aðeins niður og hefja leikinn að nýju. Ekki truflaði tvöföld byrjun leiksins okkur SA stelpur og fór leikurinn vel af stað því stefnan var vissulega sú að reyna einu sinni að eiga almennilega fyrstu lotu. Bæði lið áttu góðar atrennur að markinu og fyrsta SA stúlkur skelltu sér suður í borg óttans á laugardaginn og kepptu við Bjarnastúlkur um kvöldið kl 18:15. Eftir skemmtilega kynningu sem minnti á kynningar út í heimi byrjaði leikurinn af krafti.markið var ekki af verri endanum. Eftir að varnamenn SA náðu að stöðva sókn Bjarnastúlkna náði Patricia að senda pökkinn á Sólveigu (Sollu) sem brunaði upp kanntinn og þegar hún nálgaðist markið sáu allir leikmenn hvert stefndi. Kylfan lyftist og flott slappskot endaði í upp í fjærhorninu á markinu og Gyða markmaður Bjarnarins átti ekki séns í þetta skot. Loksins góð byrjun og hún virtist ætla að halda áfram þegar þriðja línan okkar setti allt á fullt og sveimuðu um mark bjarnarins eins og hrægammar. Inn rataði pökkurinn þegar Vigdís sendi á Hildi eftir að hafa þrætt glæsilega í gegnum vörn Bjarnamanna, fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Staðan var því 2-0 í lok fyrstu lotu og við héldum ánægðar og bjartsýnar inn í klefa. Ekki ætlaði þessi nýja aðferð, að byrja á fyrstu mínútu að virka hjá okkur stelpunum, þar sem önnur lota fór í að sitja í boxinu. Tvær af okkar stúlkum tókst að sitja samanlagt í 37 mínútur. Tókst okkur þó að halda hreinu og fór sú lota 0-0. Stigið var inn á ísinn í þriðju lotuna með því hugarfari að bæta fyrir lotu tvö. Okkur tókst að klára leikinn með 3 mörkum með marki frá Birnu Baldursdóttur eftir stoðsendingu frá Önnu Sonju.. Það er alltaf gott að vinna leiki en stelpurnar voru ekki eins ánægðar með þennan leik eins og fyrsta leikinn. Bjarnastúlkurnar sýndu meiri lit en þær norðlensku en eins og alltaf það eru þeir sem skora sem vinna. Það sem bjargaði okkur SA stúlkum í leiknum var að sú sem þurfti helst að vera í stuði var í rokna stuði, María markmaður varði hvað eftir annað og hélt vörninni á floti. Það verður gaman að hitta Bjarnastelpurnar aftur þar sem bæði lið eru á hraðri uppleið og spennandi hvernig næstu leikir enda.

Mörk/ stoðsendingar: Sólveig Smáradóttir 1/0, Hildur Axelsdóttir 1/0, Birna Baldursdóttir 1/0, Patricia Huld Ryan 0/1, Vigdís Aradóttir 0/1 og Anna Sonja Ágústsdóttir 0/1