Kvennalandsliðið valið

Kvennalandsliðið 2008
Kvennalandsliðið 2008

Íslenska kvennalandsliðið mun ekki taka þátt í heimsmeistaramóti á vegum Alþjóða íshokkísambandsins í ár en þess í stað verður haldið mót hér á Akureyri sem fram fer í byrjun apríl, svonefnd NIAC-mót, en þetta mun vera í annað skiptið sem þetta mót er haldið.  Síðasta vor komu hingað bæði dönsk og sænsk lið til keppni á NIAC-mótinu og heppnast það mót í alla staði mjög vel.  Skipulagning og undirbúningur mótsins hefur verið á höndum Margrétar Ólafsdóttur, Guðrúnar Blöndal og Söruh Smiley í samvinnu við ÍHÍ og þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tvö erlend lið staðfest komu sína, annars vegar rúmenska landsliðið og hins vegar breska félagsliðið Slough Phantoms. 

Íslenska landsliðið fær þarna verðuga andstæðinga en endanlegur hópur hefur nú verið valinn í framhaldi æfingabúða um síðustu helgi.  Þjálfari liðsins er Sarah Smiley, en hún mun jafnframt spila með liðinu og því er henni til aðstoðar við þjálfun liðsins Josh Gribben.

Kvennalandslið Íslands árið 2010 er skipað eftirtöldum leikmönnum:



Markmenn
Karítas Sif Halldórsdóttir               

Margrét Arna Vilhjálmsdóttir

Varnarmenn
Anna Sonja Ágústsdóttir               

Elva Hjálmarsdóttir            
Eva María Karvelsdóttir                
Hrund Thorlacius               
Rósa Guðjónsdóttir            
Silja Hrönn Gunnlaugsdóttir   

Sóknarmenn
Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir           

Birna Baldursdóttir             
Díana Mjöll Björgvinsdóttir            
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir          
Hanna Rut Heimisdóttir                 
Ingibjörg Hjartardóttir          
Jonína Guðbjartsdóttir                  
Katrín Hrund Ryan             
Lilja María Sigfúsdóttir                 
Guðrún Blöndal                 
Sarah Smiley          
Steinunn Sigurgeirsdóttir