Krullumaður ársins 2011

Kosning á krullumanni ársins úr röðum Krulludeildar SA er hafin og stendur til 14. desember.

Útbúinn hefur verið atkvæðaseðill með nöfnum allra sem tóku þátt í krullumótum á árinu 2010. Þetta eru Íslandsmótið, Ice Cup, Akureyrarmótið, Gimli Cup og Bikarmótið. 

Hér að neðan er tengill á atkvæðaseðil sem fólk getur opnað og prentað út ef það vill. Einnig verður atkvæðaseðlum dreift á krullukvöldum 5., 7., 12. og 14. desember. 

Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að krullufólk velur þá þrjá spilara úr okkar röðum sem það telur best að þessari nafnbót komna og raðar þeim í 1., 2. og 3. sæti. Stigahæsti einstaklingurinn er síðan útnefndur krullumaður ársins 2011 hjá Krulludeild Skautafélags Akureyrar.

Skila þarf inn atkvæðaseðlum til formanns deildarinnar eða á krullukvöldum í Skautahöllinni í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 14. desember.

Atkvæðaseðill