Kjör á krullumanni ársins


Eins og undanfarin ár gefst krullufólki kostur á að velja krullumann ársins úr sínum röðum. Sá eða sú sem verður fyrir valinu er síðan tilnenfdur af Krulludeildinni til Krullunefndar ÍSÍ sem formlega velur krullumann ársins á landinu. Jafnframt er viðkomandi einn af þeim sem til greina koma sem íþróttamaður félagsins.

Útbúinn hefur verið atkvæðaseðill með nöfnum þeirra sem eru í kjöri. Það eru í raun allir sem tekið hafa þátt í eftirtöldum mótum á árinu 2013: Íslandsmót, Ice Cup, Akureyrarmót, Gimli Cup og Bikarmótið - nema erlendir keppendur á Ice Cup. Seðillinn er aðgengilegur í valmyndinni hér til vinstri á krullusíðu sasport, en honum verður einnig dreift til krullufólks í æfingatímum 2., 4., 9. og 11. desember eftir þörfum. Seðlum skal skila til formanns Krulludeildar og er síðasti skiladagur miðvikudagurinn 11. desember.

Kjörið fer þannig fram að hver þátttakandi greiðir einhverjum þremur atkvæði og raðar þeim í 1., 2. og 3. sæti. Síðan eru talin stig, þrjú fyrir þann sem settur er í fyrsta sæti, tvö fyrir annað og eitt fyrir þriðja. Samanlagður stigafjöldi ræður niðurstöðunni.

Kjöri á krullumanni ársins verður síðan líst við stutta athöfn mánudagskvöldið 16. desember um leið og afhent verða verðlaun fyrir Bikarmót Krulludeildar.