Jón Gíslason í þriðja sæti í vali íþróttamanns Akureyrar 2010

Ljósmynd:  Þórir Tryggvason
Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010 var útnefndur í gærkvöldið í Ketilhúsinu. Við sama tækifæri var skrifað undir samninga við unga og efnilega íþróttamenn og sömuleiðis voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir langt og óþreytandi starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.


Aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar tilnefna íþróttamenn úr sínum röðum til kjörs Íþróttamanns Akureyrar og fulltrúi Skautafélagi Akureyrar var Jón Gíslason, sem um áramótin var bæði valinn íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandinu og Skautafélaginu.  Jón var þess heiður aðnjótandi að hljóta þriðja sætið í valinu í gærkvöldi og á meðfylgjandi mynd má sjá hann taka við verðlaunum úr hendi Þrastar Guðjónssonar formanns Íþróttabandalags Akureyrar.

Líkt og áður hefur komið fram er Jón vel að þessum viðurkenningum kominn, en þess má til gamans geta að nú þegar þessar línur eru skrifaðar, hér í Skautahöllinni á Akureyri á fimmtudagsmorgni kl. 08:10, þá er Jón einn hér úti á svelli við æfingar.