Jólasýning

Á morgun 17. des. kl:17:30 - 20:00  verðum við með okkar árlegu jólasýningu. Hún nefnist Öskubuska á ís og þar sýna  iðkendur Listhlaupadeildar sögu Öskubusku með dansi. Það er búið að vera miklar æfingar og allir hafa lagt sig mikið fram um að gera sýninguna sem besta og skemmtilegasta.

 Miðaverð er 750 fyrir eldri en 12 ára. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta þrátt fyrir mikið jólaannríki.

Jólakveðja Stjórnin