Íslandsmótið í listhlaupi: Þrenn gullverðlaun á fyrri degi

Pálína Höskuldsdóttir. Mynd: Ási, Bikarmót 2013
Pálína Höskuldsdóttir. Mynd: Ási, Bikarmót 2013


Keppni í B-flokkum á Íslandsmótinu í listhlaupi á skautum fór fram í dag. SA-stúlkur hafa náð sér í þrenn gullverðlaun.

Guðrún Brynjólfsdóttir varð þriðja í unglingaflokki B, Pálína Höskuldsdóttir vann stúlknaflokk B, Eva Björg Halldórsdóttir varð þriðja í 12 ára og yngri B, Aldís Kara Bergsdóttir sigraði í 10 ára og yngri B, Anna Karen Einisdóttir varð í 9. sæti í sama flokki. Kolfinna Ýr Birgisdóttir vann í B-flokki 8 ára og yngri og Ísolf Fönn Vilhjálmsdóttir varð þriðja.

Keppni í A-flokkum 8 ára og yngri, 10 ára og yngri og 12 ára og yngri fer fram í fyrramálið og þar á SA nokkra fulltrúa. Á morgun lýkur einnig keppni í unglingaflokki A og stúlknaflokki A, en keppni í þessum tveimur flokkum fer fram báða dagana. Eftir fyrri dag er Hrafnhildur Birgisdóttir í 2. sæti í unglingaflokki og í stúlknaflokki er Emilía Rós Ómarsdóttir í 2. sæti og Hulda Dröfn SVeinbjörnsdóttir í 3. sæti. 

Nánar verður sagt frá árangri SA-stúlkna á sasport.is eftir helgina.