Íslandsmótið í Listhlaupi á Akureyri um helgina - LIVE straumur á SA TV

Akureyrarmót 2014
Akureyrarmót 2014

Íslandsmótið í Listhlaupi á skautum fer fram í Skautahöllinni á Akureyri daganna 28. - 30 nóvember. Tuttugu keppendur frá Skautafélag Akureyrar taka þátt í mótinu. Dagskrá mótsins og keppendalisti (á vef ÍSS).  Mótinu verður streymt út LIVE á SA TV og einnig tekið upp ef allt gengur að óskum þannig að hugsanlega verður hægt að fá klippur, senda má  fyrirspurn á reynir@sasport.is .

Mótið sem er eitt það stærsta sem ÍSS heldur í vetur er haldið þriðja hvert ár á Akureyri. Mótið hefst á föstudag með æfingum kl 17.50-19.10. Á laugardag hefst svo keppni kl 8.00 og stendur fram til 15.45 en þá verður gert stutt hlé á mótinu. Keppni hefst svo aftur kl 19.10 og lýkur um kl 21.00. Mótið byrjar aftur á sunnudagsmorgunn kl 8.00 og keppni lýkur um kl 12.35 með verðlaunaafhendingu. 

Þessar stúlkur munu keppa fyrir hönd Skautafélags Akureyrar: Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir (8 ára A), Rebekka Rós Ómarsdóttir (10 ára A), Aldís Kara Bergsdóttir (12 ára A), Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir (12 ára A), Emilía Rós Ómarsdóttir (Stúlknaflokkur A), Marta María Jóhannsdóttir (Stúlknaflokkur A), Pálína Höskuldsdóttir (Stúlknaflokkur A), Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir (Unglingaflokkur A), Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir (Unglingaflokkur A), Briet Jóhannsdóttir (8 ára B), Eva María Hjörleifsdóttir (8 ára B), Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir (8 ára B), Katrín Sól Þórhallsdóttir (8 ára B), Anna Karen Einisdóttir (10 ára B), Briet Berndsen (10 ár B), Júlía Rós Viðarsdóttir (10 ára B), Kolfinna Ýr Birgisdóttir (10 ár B), Thelma Marý Arinbjarnardóttir (10 ára B), Eva Björg Halldórsdóttir (Stúlknaflokkur B), Hulda Berndsen (Stúlknaflokkur B)

Hér má fylgjast með úrslitum á meðan mótinu stendur og sjá uppröðun keppenda.

Allir bestu skautarar landsins munu taka þátt og því ærið tilefni fyrir skautaunnendur að koma við í Skautahöllnni um helgina og bera þessa frábæru íþróttamenn augum.