Íslandsmótið i krullu: Tveir sigrar skilja að efstu og neðstu lið

Mammútar og Riddarar nú efstir með fimm vinninga. Neðstu liðin með þrjá vinninga.

Síðari hluti deildarkeppni Íslandsmótsins hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum. Af fjórum efstu liðunum voru það Riddarar og Mammútar sem unnu leiki sína í kvöld og sitja þessi lið nú á toppnum með fimm vinninga, Mammútar þó með einum leik færra þar sem liðið á eftir að leika frestaðan leik gegn Skyttunum úr sjöundu umferðinni. Fast á hæla þessara liða koma Skytturnar, Víkingar og Üllevål með fjóra vinninga, en Üllevål sigraði Víkinga í gærkvöldi á sama tíma og Skytturnar töpuðu gegn Riddurum. Skytturnar eiga leik til góða á hin tvö liðin. Garpar sitja nú ekki lengur einir á botninum eftir sigur á Svarta genginu, þessi tvö lið ásamt Fífunum hafa nú þrjá vinninga. Keppnin er því áfram jöfn og spennandi, aðeins munar tveimur vinningum á efsta og neðsta liði. 

Úrslit 8. umferðar:

 Skytturnar (185,4) - Riddarar (185,4) 
  2-6 
 Fífurnar (12) - Mammútar (94)
  1-9
 Garpar (38,5) - Svarta gengið (22,5)    7-5
 Üllevål (185,4) - Víkingar (185,4)
  6-5

Eins og fram kom hér að ofan eiga Mammútar og Skytturnar leik til góða, en leik þessara liða úr sjöundu umferðinni var frestað og verður hann leikinn miðvikudagskvöldið 24. febrúar. Með sigri geta Skytturnar komist aftur að hlið Mammúta og Riddara með fimm vinninga, en vinni Mammútar komast þeir einir á toppinn með sex vinninga.

Öll úrslit, leikjadagskrá og tölfræði er að finna í excel-skjali hér.

Níunda umferð deildarkeppninnar verður leikin mánudagskvöldið 1. mars en þá eigast við: 

Braut 1: Mammútar - Svarta gengið
Braut 2: Üllevål - Garpar
Braut 4: Víkingar - Skytturnar
Braut 5: Riddarar - Fífurnar

Ísumsjón: Svarta gengið, Mammútar, Üllevål, Garpar