Íslandsmótið í krullu 2017

Íslandsmótið í krullu 2017 Úrslitin í Íslandsmótinu í krullu ráðast á mánudagskvöldið 24. apríl kl. 19:00.

Íslandsmótið í krullu 2017

Í undanúrslitum fóru leikar þannig að Garpar sigruðu Víkinga 10 - 1 í viðureign um það hvort liðið færi beint í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn 2017. Freyjur sigruðu Ice Hunt 6 - 3 sem gaf þeim rétt til að leika við taplið úr leik Garpa og Víkinga um það hvort liðið færi í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn. Freyjur héldu áfram á sigurbraut og sigruðu Víkinga örugglega 10 - 0.  Það verða því Garpar og Freyjur sem leika til úrslita en Víkingar og Ice Hunt leika um þriðja sætið. Leikirnir hefjast kl. 19:00.


Póstlisti krullufrétta

Fyrirspurn

captcha