Íslandsmótið í 4.flokki 2.hluti á Akureyri um helgina

Hér í Skautahöllinni fer fram um helgina Bæjarverks-mótið sem er annar hluti íslandsmótsins í 4.flokki. Þar sem engin b-lið sáu sér fært að mæta í þetta mót verða leikirnir sex, 4 á laugardag og 2 fyrir hádegi á sunnudag. Skoða má dagskránna hér.  Einnig er hér í Höllinni leikur   í mfl. kvenna og eigast þar við Valkyrjur og Bjarnarkonur. Sá leikur hefst kl . 20,10 á laugardagskvöldið.  2.fl. SA stendur líka í stöngu um helgina, en þeir halda til Egilshallar á föstudag og spila 2 leiki við Björninn. þann fyrri á föstudagskvöld kl. 20,45 og þann seinni á laugardag kl. 16,30. Þessi lið hafa spilað ef ég man rétt einu sinni áður í vetur og þá á Akureyri og úrslit þess leiks réðust er Björninn vann í framlengdum leik, þannig að þarna verður örugglega hart sótt á báða bóga.  ÁFRAM SA .........