Íslandsmót 2015 - Úrslit

Garpar þegar þeir urðu bikarmeistarar fyrr í vetur
Garpar þegar þeir urðu bikarmeistarar fyrr í vetur

Önnur og þriðja umferð úrslitakeppninnar var leikin í gærkvöldi. Fyrri leikirnir fóru þannig að Ice Hunt vann Garpa sannfærandi 10 – 4 og viðureign Víkinga og Kærleiksbjarna endaði með sigri Víkinga 7 – 6 . 
Ice Hunt voru efstir eftir tvær umferðir með tvö stig en voru samt ekki öruggir með titilinn þar sem bæði Víkingar og Garpar gátu náð tveimur stigum með sigri í sínum leikjum en Víkingar og Ice Hunt áttu eftir að spila innbyrðis og Garpar að spila við Kærleiksbirni. Færu leikar þannig að Víkingar ynnu Ice Hunt og Garpar Kærleiksbirni myndi skotkeppnin ráða úrslitum um sigurvegara. Ynnu Ice Hunt Víkinga yrðu þeir íslandsmeistarar. Síðasta umferðin fór þannig að Garpar unnu Kærleiksbirni 10 – 3 og Víkingar lögðu Ice Hunt í æsispennandi leik 7 – 5 og öll þrjú liðin Garpar, Ice Hunt og Víkingar því jöfn að stigum og því skar skotkeppnin úr um að Garpar náðu titlinum á lægstu tölu í skotkeppninni með meðaltal 97,8 en Ice Hunt var með 121,1 þannig að aðeins munaði um 23 cm. á milli Garpa og Ice Hunt en Víkingar voru með töluna 185,4. og lentu þvíí þriðja sæti.

Við óskum Görpum innilega til hamingju með titilinn.

Hér má sjá skor allra leikja og fleiri upplýsingar.