Ice Cup: Skytturnar sigruðu

Sigurvegarar á Ice Cup 2009, Skytturnar (f.v.): Ágúst Hilmarsson, Árni Arason, Jón Hansen, Árni Ingó…
Sigurvegarar á Ice Cup 2009, Skytturnar (f.v.): Ágúst Hilmarsson, Árni Arason, Jón Hansen, Árni Ingólfsson og Sigurgeir Haraldsson.

Skytturnar Ice Cup meistarar, Riddarar tryggðu sér bronsið. Bragðarefir B-deildar meistarar.

Skytturnar eru Ice Cup meistarar 2009 eftir sigur á Mammútum í úrslitaleik, 9-2. Þetta er í fyrsta skipti sem lið eingöngu skipað Íslendingum vinnur mótið og í fyrsta skipti sem efsta lið eftir forkeppnina vinnur ekki úrslitaleikinn. Svipað var uppi á teningnum í leik um bronsið því Riddarar, sem urðu í 4. sæti í A-deildinni, sigruðu Víkinga, 9-6, í leik um bronsið. Bragðarefir unnu B-deildina með sigri á Görpum í úrslitaleik, 7-6.

 A-deild

Úrslitaleikur: Mammútar - Skytturnar  2-9
Bronsleikur: Víkingar - Riddarar  6-9

B-deild

Úrslitaleikur: Bragðarefir - Garpar  7-6

Krulluvefurinn óskar Skyttunum til hamingju með sigurinn, öðrum verðlaunahöfum einnig og þakkar krullufólki, mökum og öðrum aðstandendum fyrir skemmtilegt mót og mikið og óeigingjarnt starf við undirbúning og framkvæmd mótsins.

Sjá öll úrslit mótsins hér.