Ice Cup: Metþátttaka erlendra liða

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (Ice Cup 2013)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (Ice Cup 2013)


Fyrir nokkru varð ljóst að fleiri erlend lið koma á Ice Cup krullumótið en nokkru sinni fyrr. Mótið verður það stærsta hingað til. Heimafólk er hvatt til að ganga sem fyrst frá skráningu leikmanna í sín lið - ef það hefur ekki verið gert nú þegar.

Nú styttist í að skráningarfrestur fyrir Ice Cup renni út og/eða að mótið fyllist. Alls hafa 12 lið, alerlend eða að hluta, skráð sig til leiks. Tvö eða þrjú þeirra verða blönduð heimafólki úr Krulludeild SA. Alls verða því hátt í 50 erlendir þátttakendur í mótinu, frá Bandaríkjunum, Kanada, Sviss, Rússlandi, Tékklandi og Englandi.

Nú þegar hafa átta innlend lið staðfest þátttöku: Freyjur, Garpar, Ice Hunt, Mánahlíðarhyskið, Mammútar, Víkingar, Skytturnar og Üllevål. 

Undirbúningur fyrir mótið er nú að fara á fullt, meðal annars uppsetning mótsins og skipulag út frá fjölda liða. Vakin er athygli á að nokkur pláss eru á lausu í erlendu liðunum sem koma. Ef einhver af innlendu liðunum vantar leikmann/leikmenn í einn, tvo eða fleiri leiki eru fyrirliðar hvattir til að hafa samband við mótsstjóra (haralduringolfsson@gmail.com, s. 8242778). Einnig ef áhugasamt krullufólk er á lausu og vantar að komast í lið. Við tengjum fólk!

Fjölmörg skemmtileg verkefni eru framundan, bæði við undirbúning fyrir mótið og svo vinna í sjoppunni og við fleiri verkefni á meðan mótið stendur yfir. Sjálfboðaliðar óskast.