Hökkt í Egilshöllinni í fyrsta leik tímabilsins.

Leikurinn var nokkuð hraður miðað við fyrsta leik tímabilsins en jafnræði var með liðunum í 1. Lotu sem endaði 1-1 . Bjarnarmenn fengu fyrsta markið skráð, dúndur flott sjálfsmark Víkinga í eigið mark. Texas drengurinn Ben Dimarco jafnaði svo leikinn með glæsilegu viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Jóni B. Gíslasyni.

Í annarri lotu Skoruðu Víkingar snemma Power Play mark en þar var að verki Ben Dimarco með aðstoð Ingvars Jónssonar. Bjarnarmenn svöruðu svo um miðbik lotunar með power play marki einnig en þar var Daninn Lars Foder á ferð eftir sendingu franska varnarmansins Nicolas Antonoff.

Í þriðju lotu komust Víkingar fljótlega yfir með marki frá Einari Valentin eftir glæsilegan einleik frá Orra Blöndal sem spólaði sig í gegnum hvern einasta leikmann Bjarnarins en Einar kláraði frákastið vel. Eftir það sóttu Bjarnarmenn mikið og virtist sem eitthvað hefði dregið af Víkingum og það endaði með jöfnunarmarki frá Úlfari Andréssyni þegar um 9 mínútur voru eftir af lotunni. Víkingar lentu í refsivandræðum og Bjarnarmenn voru einum fleiri síðustu mínútur leiksins án þess að skapa sér teljandi færi.

Leikurinn fór því í framlengingu sem endaði á því að Úlfar Andrésson skoraði gullmarkið þrátt fyrir að Víkingar hafi pressað nánast látlaust að marki Bjarnarins fram að því. 1 stig því niðustaðan en ljóst er að stuttur undirbúningur Víkinga á ís hafi komið niður á gæðunum en þeir gerðu sig seka um alltof mörg mistök.

Liðið á þó mikið inni og útlitið er nokkuð bjart. Siggi Sig og Ingþór Árna áttu ekki heimangengt í þennan fyrsta leik og munar um minna. SA vídeókameran var á staðnum, myndvinnsla stendur yfir og ef allt gengur vel verður hægt að skoða leikinn á vefslóðinni ishokki.tv þegar líður á daginn eða kvöldið.

Mörk/stoðsend­ing­ar SA-Víkinga

Ben Di­Marco 2/0
Ein­ar Valent­ine 1/0
Jón B. Gísla­son 0/1
Ingvar Þór Jóns­son 0/1
Orri Blön­dal 0/1

Refsingar SA: 20 mínútur

Mörk/stoðsend­ing­ar Bjarn­ar­ins:

Úlfar Jón Andrés­son 2/1
Arn­ar Breki Elf­ar 1/0
Lars Foder 1/0
Birk­ir Árna­son 0/1
Nicolas Ant­onoff 0/1
Aron Knúts­son 0/1

Refs­ing­ar Björn­inn: 20 mín­út­ur