Gimli Cup: Ís-lendingar í úrslitaleikinn gegn Skyttunum

Lokaleikir - úrslitaleikir um öll sæti - í Gimli Cup fara fram mánudagskvöldið 19. desember.

Ís-lendingar og Rennusteinarnir mættust í síðari undanúrslitaleiknum í Gimli Cup í gærkvöldi. Óhætt er að segja að leikurinn hafi reynst jafn og spennandi því honum lauk með sigri Ís-lendinga í aukaumferð, eftir að Rennusteinarnir fengu kjörið tækifæri til að gera út um leikinn með lokasteini í sjöttu umferðinni. Lokatölurnar urðu 7-5, Ís-lendingum í vil. Þeir mæta því Skyttunum í úrslitaleik Gimli Cup þetta árið. Svartagengið og Fífurnar áttu einnig að leika í gærkvöldi en vegna forfalla gat ekki orðið af þeim leik. Þar sem leiknum hafði upphaflega verið frestað vegna forfalla hjá Fífunum mánudaginn 5. desember er skráður sigur á Svartagengið. 

Ákveðið hefur verið að lokaleikir Gimli Cup, þ.e. úrslitaleikir um öll sæti frá 1 til 8, fari fram mánudagskvöldið 19. desember. Þá eigast við:

1.-2. sæti: Ís-lendingar - Skytturnar
3.-4. sæti: Mammútar - Rennusteinarnir
5.-6. sæti: Svartagengið - Fálkar
7.-8. sæti: Fífurnar - Víkingar

Liðin sem talin eru upp á eftir hér að ofan eiga val um stein vegna betri árangurs í riðlakeppninni, en liðin sem talin eru upp á undan eiga val um lit á steinum. 

Öll úrslit í excel-skjali hér.