Fyrirlestur um nýja dómarakerfið!

Á laugardaginn næsta, 9. desember verður iðkendum (í öllum flokkum), foreldrum og öðrum sem áhuga hafa boðið á kynningu þar sem fjallað verður í grófum dráttum um nýja dómarakerfið. Fyrirlesari er Helga Margrét. Þetta verður um 45-60 mínútna kynning sem mun hjálpa öllum að skilja út á hvað dómarakerfið gengur. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir foreldra sérstaklega til að fá betri innsýn inn í hvernig keppnir eru dæmdar. Eftir kynninguna verður stuttur fyrirlestur fyrir iðkendur þar sem farið verður ítarlegar í gegnum dómarakerfið og iðkendum kennt hvernig hægt er að hækka stigin fyrir dansana sína. Allir iðendur fá bréf heim á miðvikudaginn þar sem nákvæm tímasetning verður. Daginn eftir, sunnudaginn 10. desember verða Mimmi Viitanen, Elísabet Eyjólfsdóttir og Sigrún Mogensen með kennlsu fyrir tilvonandi dómara og tæknifólk og eru allir velkomnir þá líka. Allar upplýsingar verða á blaðinu sem iðkendurnir fá. Við vonum að sem flestir notfæri sér þetta tækifæri til að kynnast dómarakerfinu og við viljum benda á að ALLIR eru velkomnir!