Fálkarnir komnir til landsins

Kanadíska kvennaliðið sem ætlar að spila tvo leiki hér í Skautahöllinni á Akureyri nk. fimmtudag við SA og svoi við landsliðið á laugardag kom til landsins í gærmorgun. Liðið leikur hér undir merkjum Winnipeg Falcons.

Eins og fram hefur komið  hefur nú um langt skeið verin undirbúinn heimsókn Kanadísks kvennaliðs til Íslands. Liðið kemur frá Winnipeg og meðal þjálfara og liðsmanna þess eru nánir ættingjar hinna gömlu Fálka sem unnu til gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið 1920.

Tekið var á móti þessum góðu gestum í Keflavík snemma í gærmorgun. Í mótökunefndinni voru Viðar Garðarsson formaður ÍHÍ, Steinunn Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir og Carol Maggiacomo en Steinunn og Jóhanna eru leikmenn kvennaliðs SA eins og flestir lesendur Sasport vita. Steinunn, Jóhanna og Carol voru svo leiðsögumenn í skoðurnarferð um Reykjanes sem endaði með heimsókn í Bláa-lónið. Um miðjan dag hittu stúlkurnar svo gestgjafa sína í Reykjavík en flestar stúlkurnar eru í heimagistingu.

Á laugardagskvöldið var svo móttaka í utanríkisráðuneytinu þar sem nokkur fjöldi manna var saman kominn til kvöldverðar. Á myndinni sem fylgir þessum pistli má sjá nokkrar stúlknanna í móttökunni. Myndina tóka Jóhanna Ólafsdóttir.