Evrópumótið: Tap gegn Ungverjum

Íslendingar voru teknir niður á jörðina aftur eftir góða byrjun. Tap gegn Ungverjum, 2-9 í annarri umferð.

Eftir góða byrjun íslenska liðsins voru menn teknir niður á jörðina í leiknum gegn Ungverjum. Ungverjar unnu fyrstu þrjár umferðirnar, Íslendingar þá fjórðu en svo skoruðu Ungverjar þrjú stig í fimmtu umferðinni og staðan orðin 1-7 þegar leikurinn var hálfnaður. Ungverjar héldu uppteknum hætti eftir hlé, skoruðu eitt stig en íslenska liðið svaraði í sjöundu umferðinni með einu stigi. Ungverjarnir skoruðu svo eitt stig í þeirri áttundu og þá lögðu okkar menn niður vopnin.

 Ísland 
    1   1    2
 Ungverjaland 
1
1
2
  3 1 1
   9

Ungverjarnir eru sterkir og gerðu fá mistök í dag en þrátt fyrir það átti íslenska liðið möguleika á að skora nokkrum sinnum en því miður gekk okkur illa að nýta okkur þau færi sem gáfust, m.a. í 2., 3. og 6. umferð.

Næsti leikur er gegn Króötum kl. 20 í kvöld og þar ættum við að eiga meiri möguleika en í þessum leik, a.m.k. ef miða má við fyrri árangur og úrslit leikja það sem af er móti.

Meira á www.mammothcurling.blogspot.com og allar upplýsingar um mótið sjálft á www.ecc2009.co.uk.