Evrópumótið: Ísland 5, Króatía 8

Annað tap okkar manna staðreynd, lutu í lægra haldi fyrir Króatíu fyrr í kvöld.

Íslenska liðið á Evrópumótinu sótti ekki gull í greipar Króata í kvöld. Fyrir leikinn voru menn bjartsýnir og "LSD" skotið fyrir leikinn (Last Shot Draw) gaf fyrir heit um góðan árangur. Í lok upphitunar skjóta liðin einum steini og eiga að reyna að hitta sem næst miðju hringsins. Fjarlægðin er mæld og annars vegar fær það lið sem er nær miðjunni að eiga síðasta stein í fyrstu umferðinni. Að auki er árangur þessara skota í öllum leikjunum (að frádregnum versta árangri) lagður saman og er það skor notað til að raða liðum í endanlega röð ef t.d. lið úr báðum riðlum hafa unnið jafnmarga leiki. Fyrir fyrsta leikinn var skot íslenska liðsins of fast, fyrir annan leikinn var fjarlægðin rúmlega metri en skotið fyrir leikinn gegn Króötum í kvöld tókst fullkomlega og endaði steinninn á punktinum. Króatar voru reyndar aðeins 2 sentímetrum frá punktinum.

Þessi góða byrjun skilaði sér þó ekki inn í leikinn og gáfu mistök okkar manna Króötum stig í fyrstu þremur umferðunum. Íslendingar minnkuðu muninn í 4-2 en Króatar svöruðu með tveimur stigum um hæl. Eftir átta umferðir var staðan orðin 8-3, Króötum í vil. Lítil von um sigur en menn héldu þó áfram að reyna, skoruðu 2 stig í níundu umferðinni og fóru inn í þá tíundu með þá von að "stela" þremur stigum. Á endanum voru okkar menn "outstoned" eins og það er kallað á enskunni, þ.e. þeir áttu aðeins möguleika á að skora 2 stig en þurftu þrjú stig til að jafna leikinn. Samkvæmt venju er leiknum þá hætt og skorið stendur, 5-8.

Skorið í leiknum: 

 Ísland
    2 1
   2 x
 5
 Króatía
 1 2 1  2  1 1  x 8

Á morgun leikur liðið tvo leiki, fyrst gegn Belgíu kl. 8 í fyrramálið og svo gegn Hvíta-Rússlandi kl. 4 á morgun. Liðið á möguleika gegn báðum þessum liðum en þurfa að bæta ýmsa hluti frá leikjunum í dag.

Upplýsingar um Evrópumótið er að finna á www.ecc2009.co.uk, skorið úr leik Íslands og Króatíu er að finna hér.