Esja vs Víkingar 1:3

Enn heldur útileikjadramað áfram, en Víkingar sigruðu Esju með 3 mörkum gegn 1 í Laugardalnum í gærkvöldi.

Þegar rúmar 2 mínútur voru eftir af þessum mjög svo spennandi leik var staðan 1:0 fyrir Esju þrátt fyrir að Víkingar hafi komist í að spila 5 á 3 í rétt um mínútu undir lok 1.lotu. 

Á 57,06 tekur Rikki þjálfari Víkinga leikhlé og eitthvað mergjað hefur hann sagt við sína menn því á 58,09 var 1. mark Víkinga orðið staðreynd og á 58,59 voru Víkingar búnir að "dobbla" og á síðustu sekúndum leiksins innsigluðu Víkingar sigurinn með marki í autt net Esju sem hafði tekið markmann sinn útaf.

Tölfræðin í Hydra kerfinu ( textalýsing ÍHÍ ) hefur verið síbreytileg frá því að leiknum lauk og þar til þessi frétt er skrifuð þannig að endanlega útkomu þar skoðum við síðar, en samkvæmt henni núna eru liðin með 6 og 4 mínútur í refsingar en á tímabili voru líka inni aðrar 2+10 hjá Víkingum en mogginn gefur upp 29 mínútur á Víkinga.  Undirritaður var ekki sjálfur á leiknum og veit því ekki hvað rétt er og munum við því setja inn nánari frétt síðar. 

Hér er má lesa fréttaskrif MBL um leikinn