Emilía Rós er skautakona ársins hjá Listhlaupadeild

Emilía Rós Ómarsdóttir, skautakona LSA 2013
Emilía Rós Ómarsdóttir, skautakona LSA 2013


Emilía Rós Ómarsdóttir er skautakona LSA árið 2013. Emiliía Rós hefur staðið sig mjög vel á líðandi ári og er vel að útnefningunni komin.

 

Fyrri hluta árs keppti hún í flokki 12 A og er hún RIG-meistari (Reykjavík International). Hún varð í 1. sæti á Vetrarmóti ÍSS, á Akureyrarmótinu færði hún sig upp um flokk og keppti í Novice A og þar landaði hún einnig 1. sætinu.

Á seinni hluta ársins byrjaði hún á að sigra Frostmót LSA og einnig hefur hún skilað sér á pall á öllum ÍSS mótunum, á Haustmóti ÍSS, Bikarmóti ÍSS og Íslandsmeistarmóti ÍSS varð hún í 2. sæti. 

Emilía er í landsliði Íslands og keppti á tveimur ISU-mótum (Alþjóða skautasambandið) á liðnu ári fyrir hönd Íslands og þar var hún fyrst íslenskra skautara til að lenda í verðlaunasæti. Emilía náði 3. sæti á ISU Mladost Trophy sem haldið var í Króatíu og viku seinna landaði hún 2. sæti á ISU Development Trophy sem var í Póllandi. Ennig náði hún 2. sæti á Volvo cup sem haldið var í Riga. Glæsilegur árangur hjá Emilíu Rós Ómarsdóttur.

 

 

Myndirnar af Eimlíu Rós á svellinu tók Ásgrímur Ágústsson, á Bikarmóti ÍSS í haust.